Viðskipti innlent

Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Krónan hlaut verðlaunin í fyrra. Frá vinstri: Ásta Fjeldsted fyrrverandi framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs Íslands og nú framkvæmdastjóri Krónunnar, Jóhanna Harpa Árnadóttir formaður dómnefndar, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdarstjóri Stjórnvísi og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu.
Krónan hlaut verðlaunin í fyrra. Frá vinstri: Ásta Fjeldsted fyrrverandi framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs Íslands og nú framkvæmdastjóri Krónunnar, Jóhanna Harpa Árnadóttir formaður dómnefndar, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdarstjóri Stjórnvísi og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu.

Festa, Stjórn­vísi og Við­skipta­ráð Ís­lands veita við­ur­kenn­ingu fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi.

Sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja skipt­ir sam­fé­lag­ið sem og fyr­ir­tæk­in sjálf sí­fellt meira máli. Skýr stefna, fram­kvæmd og upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja varð­ar leið að far­sæl­um rekstri.

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um og vönd­uð­um hætti. 

Skýrsl­an get­ur ver­ið í formi vef­síðu, ra­f­ræns skjals eða öðr­um hætti sem hent­ar þeim sem hún á er­indi við, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi. 

Op­ið var fyr­ir til­nefn­ing­ar frá 3.maí – 24.maí 2021.

Dagskrá

Beint streymi frá Húsi at­vinnu­lífs­ins hefst klukkan 12.

Fund­ar­stjóri: Kon­ráð S. Guð­jóns­son, að­stoð­ar­fram­kvæmd­ar­stjóri Við­skipta­ráðs Ís­lands. Keynote er­indi: Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Festu.

Pall­borð­sum­ræð­u­stýra: Ír­is Björns­dótt­ir, Head of Bus­iness Develop­ment & Supp­ort hjá Nas­daq Ís­land. Þát­ttak­end­ur í panel: Dóm­nefnd og við­ur­kenn­ing­ar­haf­ar árs­ins.

Af­hend­ing hvatn­ing­ar­verð­laun­anna Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins: Tóm­as N. Möller, formað­ur dóm­nefnd­ar.

Í dóm­nefnd árs­ins sitja: Tóm­as N. Möller, yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og formað­ur Festu, Hulda Stein­gríms­dótt­ir , um­hverf­is­stjóri Land­spít­al­ans og Dr. Kjart­an Sig­urðs­son, lektor við Há­skól­ann í Twente í Hollandi.

Við­ur­kenn­ing­una hafa áð­ur hlot­ið: 

Lands­bank­inn – 2018

Isa­via – 2019 

Krón­an – 2020






Fleiri fréttir

Sjá meira


×