Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 10:10 Mótmælendur felldu styttu af Ryerson, sem jafnan er talinn hönnuður heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, í gær. Getty/Steve Russell Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september. Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Styttuna af Ryerson, sem stóð við Ryerson háskólann í Tortonto í Kanada, var þegar búið að skemma fyrr í vikunni. Þá hafði verið krotað á styttuna og rauðri málningu hellt yfir hana. Fyrrnefndir heimavistarskólar voru reknir í Kanada í hartnær hundrað ár, frá áttunda áratug 19. aldar fram á áttunda áratug 20. aldar. Börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum, sem voru reknir af ríkinu og trúarstofnunum, var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Skólarnir hafa verið mikið til umræðu undanfarna viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann á dögunum. Munu ekki endurreisa styttuna Gagnrýni á Ryerson hefur aukist gífurlega undanfarna viku og hefur meðal annars verið kallað eftir því að styttan af honum verði fjarlægð af skólasvæðinu og að Ryerson háskólinn verði endurnefndur. Eins og áður segir var búið að mála á styttuna og var meðal annars búið að skrifa á hana: „grafið þau upp“ og „gefið okkur landið aftur“. Kayla Sutherland steig upp á pallinn sem styttan af Ryerson stóð á og flutti ræðu.Getty/Steve Russell Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að meira en þúsund hafi tekið þátt í friðsamlegum mótmælum við skólann síðdegis í gær áður en einn mótmælenda kom með trukk á svæðið sem var notaður í að toga styttuna niður af stallinum. Mohamed Lachemi, rektor skólans, sagði að styttan verði ekki endurreist. Þá hefur skólinn skipað nefnd sem mun vinna að tillögu um það hvort eigi að endurnefna skólann og hvernig skólinn geti brugðist við arfleifðinni sem Ryerson skildi eftir sig. Nefndin á að ljúka vinnu sinni í september.
Kanada Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. 4. júní 2021 22:43
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40