Biden lengir bannlista Trumps Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 17:03 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump. Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump.
Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent