Umfjöllun: Tindastóll - Valur 0-5 | Valskonur svöruðu fyrir sig Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2021 17:56 Elísa og stöllur héldu hreinu í dag. vísir/elín björg Valur svaraði heldur betur fyrir skellinn gegn Breiðabliki í síðustu umferð Pepsi Max deildar kvenna er liðið vann 5-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í dag. Valur tapaði 7-3 á heimavelli gegn Blikum í síðustu umferð og þurftu því nauðsynlega á stigunum þremur að halda í dag, sérstaklega eftir að Blikarnir misstígu sig gegn Keflavík. Valskonur stýrðu leiknum og byrjuðu af miklum krafti. Framan af var það síðasta sendingin eða ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Valur komst ekki yfir snemma leiks. Tindastóll reyndi stundum að pressa og eftir að það heppnaðist í fyrstu nokkur skiptin urðu Valsstúlkur betri og betri að finna lausnirnar og leystu nokkuð auðveldlega út úr henni. Það var Elín Metta Jensen sem skoraði fyrsta markið á 35. mínútu en þar var arkitektinn Ásdís Karen Halldórsdóttir sem átti frábæran leik í kvöld. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði annað markið á 67. mínútu og undir lokin opnuðust flóðgáttir er Valur bætti við þremur mörkum. Elín skoraði sitt annað mark, Ásdís gerði fjórða mark og Clarissa Larisey lokaði veislunni. 5-0. Elín Metta var frábær í dag.vísir/elín Af hverju vann Valur? Valur spilaði ansi fínan fótbolta í dag. Það var kraftur í liðinu, áræðni og liðið er ansi ógnandi fram á við. Valur er svo bara með betra lið en Tindastóls, fleiri góða leikmenn og það voru margar sem lögðu lóð á vogarskálarnar í dag. Hverjar stóðu upp úr? Ásdís Karen Halldórsdóttir átti virkilega góðan leik í Valsliðinu. Hún var sívinnandi, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Hún passaði boltann vel. Elín Metta Jensen var svo ansi ógnandi og skoraði tvö mörk. Hún er komin í gang. Hjá heimastúlkum var fátt um fína drætti og fáar sem stóðu upp úr. Hvað gekk illa? Tindastóll skapaði sér ekki mikið í dag. Murielle Tiernan, lykillinn í sóknarleik Stólanna, komst ekki í takt við leikinn enda var Tindastóll ekki mikið með boltann. Á 55. mínútu var hún svo tekin af velli svo spurningin er hvort að hún sé að glíma við meiðsli. Hvað gerist næst? Landsleikjapása. Næsta umferð fer fram helgina 19. til 21. júní. Valur fær Þór/KA í heimsókn þann 21. og tveimur dögum áður spilar Tindastóll við Fylki á útivelli. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Valur
Valur svaraði heldur betur fyrir skellinn gegn Breiðabliki í síðustu umferð Pepsi Max deildar kvenna er liðið vann 5-0 sigur á nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í dag. Valur tapaði 7-3 á heimavelli gegn Blikum í síðustu umferð og þurftu því nauðsynlega á stigunum þremur að halda í dag, sérstaklega eftir að Blikarnir misstígu sig gegn Keflavík. Valskonur stýrðu leiknum og byrjuðu af miklum krafti. Framan af var það síðasta sendingin eða ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Valur komst ekki yfir snemma leiks. Tindastóll reyndi stundum að pressa og eftir að það heppnaðist í fyrstu nokkur skiptin urðu Valsstúlkur betri og betri að finna lausnirnar og leystu nokkuð auðveldlega út úr henni. Það var Elín Metta Jensen sem skoraði fyrsta markið á 35. mínútu en þar var arkitektinn Ásdís Karen Halldórsdóttir sem átti frábæran leik í kvöld. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði annað markið á 67. mínútu og undir lokin opnuðust flóðgáttir er Valur bætti við þremur mörkum. Elín skoraði sitt annað mark, Ásdís gerði fjórða mark og Clarissa Larisey lokaði veislunni. 5-0. Elín Metta var frábær í dag.vísir/elín Af hverju vann Valur? Valur spilaði ansi fínan fótbolta í dag. Það var kraftur í liðinu, áræðni og liðið er ansi ógnandi fram á við. Valur er svo bara með betra lið en Tindastóls, fleiri góða leikmenn og það voru margar sem lögðu lóð á vogarskálarnar í dag. Hverjar stóðu upp úr? Ásdís Karen Halldórsdóttir átti virkilega góðan leik í Valsliðinu. Hún var sívinnandi, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Hún passaði boltann vel. Elín Metta Jensen var svo ansi ógnandi og skoraði tvö mörk. Hún er komin í gang. Hjá heimastúlkum var fátt um fína drætti og fáar sem stóðu upp úr. Hvað gekk illa? Tindastóll skapaði sér ekki mikið í dag. Murielle Tiernan, lykillinn í sóknarleik Stólanna, komst ekki í takt við leikinn enda var Tindastóll ekki mikið með boltann. Á 55. mínútu var hún svo tekin af velli svo spurningin er hvort að hún sé að glíma við meiðsli. Hvað gerist næst? Landsleikjapása. Næsta umferð fer fram helgina 19. til 21. júní. Valur fær Þór/KA í heimsókn þann 21. og tveimur dögum áður spilar Tindastóll við Fylki á útivelli.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti