Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 16:19 Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira