Valur missti niður helming forskotsins: „Þetta er bara „deja vu““ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 14:01 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 15 mörk fyrir KA í gær og var öflugur á lokasprettinum sem gaf KA von. vísir/elín björg Valsmenn eru með fjögurra marka forskot gegn KA fyrir seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Forskotið væri enn meira ef KA hefði ekki náð góðum lokaspretti. Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira