Viðskipti innlent

Bein út­sending: Há­tækni, mat­væla­fram­leiðsla og orka

Eiður Þór Árnason skrifar
609a6f0c05ae17766989dde0_ord_opengraph_2x-p-2000.jpeg

„Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10.

„Fæðuöryggi heimsins er ógnað vegna fjölgunar mannkyns og loftslagsvár. Til að takast á við þessa áskorun þurfum við að þróa nýjar hátæknilausnir til að tryggja skilvirkari og sjálfbæra nýtingu auðlinda,“ segir í lýsingu skipuleggjenda. 

Leitast verður við að svara af hverju nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans í ljósi aðsteðjandi ógnana.

Kynntir verða til leiks öflugir frumkvöðlar sem nýta sér hátæknilausnir við nýja nálgun á matvælaframleiðslu. Að loknum örerindum frumkvöðlanna verða þessi viðfangsefni rædd í pallborði sérfræðinga sem ræða meðal annars hlutverk Íslands í lausn vandans.

Vilja auka verðmætasköpun

Viðburðurinn er á vegum Orkídeu, samstarfsverkefnis um nýsköpun á Suðurlandi. Að því standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Að sögn aðstandenda er helsta markmið Orkídeu að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Þá sé ætlunin að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×