Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór í leiknum í gærkvöld. Það var hans síðasti leikur á ferlinum. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. „Það er einhver tilfinning sem poppaði upp. Ég var ekkert búinn að undirbúa það neitt vel að hætta eða hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er búið að vera ofboðslega löng sería og hrikalega erfið. Líkamlega og andlega, þetta er búið að líða eins og hálft ár.“ „Það er ákveðinn léttir en sársaukinn mikill að detta út og því þú ferð í þetta, þú setur allt í þetta. Þá er ofboðslega sárt að ná ekki markmiðinu en ég er búinn að upplifa svo margt skemmtilegt á ferlinum að það væri vanvirðing að vera gráta of mikið yfir þessu,“ sagði Jón Arnór aðspurður hvort það væri virkilega léttir að vera hættur en það sagði í viðtali við Vísi beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Ég er búinn að vinna nánast allt og upplifa frábæra tíma. Verið góður, lélegur og allt þetta. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir minn feril og að fá að taka þátt í svona alvöru, alvöru rimmu. Ef þetta er síðasta rimman þá er það bara frábært,“ sagði Jón Arnór einnig. „Þetta er búið að taka rosalega á alla.“ Frá vinstri til hægri: Kristófer Acox Þórir Þorbjarnarson og Jón Arnór Stefánsson. Allir ólust upp í KR þó töluverður aldursmunur sé á milli þeirra.Vísir/Bára „Þetta var skrifað í skýin að við myndum mætast. Ég vildi fá þá rimmu og við vildum fá KR. Ég hugsa að spennufallið hefði verið gríðarlega mikið eftir þessa seríu. Ég óska KR góðs gengis að rífa sig upp fyrir næstu, þetta er búið að taka rosalega á alla. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu en ég fer bara að smíða pallinn. Kemst loksins í það núna.“ „Ég er ekki búinn að fella tár enn, það kemur seinna. Það er ótrúlega mikið af tilfinningum ólgandi inn í mér núna. Mér líður bara vel. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun,“ sagði Jón Arnór um hvernig sér liði. Jón Arnór á hliðarlínunni í gærkvöld.Vísir/Bára Jón Arnór reynir að hvetja Valsara áfram.Vísir/Bára „Ég var að vonast til að það yrði smá stemmning á pöllunum ef maður væri að leggja skónna á hilluna og ég fékk alvöru rimmu. Ég fann það alveg að ég varð að spila eitt ár í viðbót og sé heldur betur ekki eftir því. Núna finn ég að ég var búinn að ákveða þetta, var kominn á ákveðinn stað, er að fara skrá mig í nám í Háskóla Reykjavíkur þannig það er eitthvað sem er að taka við. Ég er sáttur með niðurstöðuna að vera hættur en auðvitað verður það erfitt, ég er alveg að undirbúa mig undir það líka en ég er bara nokkuð léttur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar fer Jón Arnór einnig yfir hversu andlega rimman við KR tók á, hvernig það var að heyra misfalleg orð kölluð úr stúkunni. Þá var Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum þáttarins og fyrrum þjálfari Jóns Arnórs í yngri flokkum, spurður hvernig sér liði að vita að Jón Arnór væri hættur og hvað stæði upp úr. „Sko nú fer ég að verða klökkur. Ég ætlaði bara að halda mér saman meðan hann væri hérna svo bara no comment. Ég held þetta sé erfiðara fyrir mig heldur en hann,“ sagði tilfinningaríkur Benedikt einfaldlega. „Ég var þarna niðri með félögum mínum þó ég hafi verið í öðrum búning,“ sagði Jón Arnór að lokum í viðtali eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Klippa: Jón Arnór Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
„Það er einhver tilfinning sem poppaði upp. Ég var ekkert búinn að undirbúa það neitt vel að hætta eða hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er búið að vera ofboðslega löng sería og hrikalega erfið. Líkamlega og andlega, þetta er búið að líða eins og hálft ár.“ „Það er ákveðinn léttir en sársaukinn mikill að detta út og því þú ferð í þetta, þú setur allt í þetta. Þá er ofboðslega sárt að ná ekki markmiðinu en ég er búinn að upplifa svo margt skemmtilegt á ferlinum að það væri vanvirðing að vera gráta of mikið yfir þessu,“ sagði Jón Arnór aðspurður hvort það væri virkilega léttir að vera hættur en það sagði í viðtali við Vísi beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Ég er búinn að vinna nánast allt og upplifa frábæra tíma. Verið góður, lélegur og allt þetta. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir minn feril og að fá að taka þátt í svona alvöru, alvöru rimmu. Ef þetta er síðasta rimman þá er það bara frábært,“ sagði Jón Arnór einnig. „Þetta er búið að taka rosalega á alla.“ Frá vinstri til hægri: Kristófer Acox Þórir Þorbjarnarson og Jón Arnór Stefánsson. Allir ólust upp í KR þó töluverður aldursmunur sé á milli þeirra.Vísir/Bára „Þetta var skrifað í skýin að við myndum mætast. Ég vildi fá þá rimmu og við vildum fá KR. Ég hugsa að spennufallið hefði verið gríðarlega mikið eftir þessa seríu. Ég óska KR góðs gengis að rífa sig upp fyrir næstu, þetta er búið að taka rosalega á alla. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu en ég fer bara að smíða pallinn. Kemst loksins í það núna.“ „Ég er ekki búinn að fella tár enn, það kemur seinna. Það er ótrúlega mikið af tilfinningum ólgandi inn í mér núna. Mér líður bara vel. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun,“ sagði Jón Arnór um hvernig sér liði. Jón Arnór á hliðarlínunni í gærkvöld.Vísir/Bára Jón Arnór reynir að hvetja Valsara áfram.Vísir/Bára „Ég var að vonast til að það yrði smá stemmning á pöllunum ef maður væri að leggja skónna á hilluna og ég fékk alvöru rimmu. Ég fann það alveg að ég varð að spila eitt ár í viðbót og sé heldur betur ekki eftir því. Núna finn ég að ég var búinn að ákveða þetta, var kominn á ákveðinn stað, er að fara skrá mig í nám í Háskóla Reykjavíkur þannig það er eitthvað sem er að taka við. Ég er sáttur með niðurstöðuna að vera hættur en auðvitað verður það erfitt, ég er alveg að undirbúa mig undir það líka en ég er bara nokkuð léttur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar fer Jón Arnór einnig yfir hversu andlega rimman við KR tók á, hvernig það var að heyra misfalleg orð kölluð úr stúkunni. Þá var Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum þáttarins og fyrrum þjálfari Jóns Arnórs í yngri flokkum, spurður hvernig sér liði að vita að Jón Arnór væri hættur og hvað stæði upp úr. „Sko nú fer ég að verða klökkur. Ég ætlaði bara að halda mér saman meðan hann væri hérna svo bara no comment. Ég held þetta sé erfiðara fyrir mig heldur en hann,“ sagði tilfinningaríkur Benedikt einfaldlega. „Ég var þarna niðri með félögum mínum þó ég hafi verið í öðrum búning,“ sagði Jón Arnór að lokum í viðtali eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Klippa: Jón Arnór Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52