Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 22:16 Lúkasjenka á hauk í horni í Kreml þar sem Vladímír Pútín, forseti Rússlands er. Alexei Nikolsky/Getty Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC. Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC.
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira