Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2021 22:15 Strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hefja leik í úrslitakeppninni gegn KA á þriðjudaginn. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. „Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Ég er mjög sáttur og fannst við gera þetta vel. Eflaust bar þessi leikur þess merki að það er stutt í úrslitakeppnina en mér fannst við samt leggja vel í þetta og ég rúllaði mikið á liðinu. Ég fékk það sem ég vildi út úr leiknum. Ég vildi vinna og fá góða frammistöðu,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Mosfellsbænum. Liðsheildin hjá Val var öflug í leiknum í kvöld og margir lögðu í púkkið. „Það var meðvitað fyrir þessa tvo síðustu leiki. Við ætluðum að vinna þá en þeir þróuðust þannig að ég gat rúllað á liðinu. Við í þjálfarateyminu töldum mikilvægt að spila á mörgum mönnum og leyfa sem flestum sem að komast í sem mestan takt fyrir framhaldið,“ sagði Snorri. Í átta liða úrslitunum mætir Valur KA sem endaði í 6. sæti deildarinnar. „Mér líst vel á það. Það verður geggjað að fara norður, sérstaklega þegar búið er að leyfa áhorfendur. Það er yfirleitt sturluð stemmning þar. Það er gott að fara að byrja þessa úrslitakeppni. Þetta hefur verið langur vetur og erfiður á margan hátt,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn séu nú komnir á beinu brautina og haldi sér á henni. „Miðað við oft í vetur erum við frekar í meðvindi en mótvindi. Þetta hefur verið í báðar áttir hjá okkur og það er ekkert leyndarmál að stöðugleikann hefur skort. Ég hef ekki verið ánægður með það og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki ofar en í 3. sæti,“ sagði Snorri. „Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið og er ánægður með stöðuna á meiðslunum hjá okkur. Það hefur verið bras á því í vetur en það horfir til betri vegar hvað það varðar og það er mjög jákvætt fyrir úrslitakeppnina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira