Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 09:59 Afganskir hermenn á ferð nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans. AP/Rahmat Gul Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það. Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það.
Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira