Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 10:00 Helena Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru í lykilhlutverkum hjá Val og Haukum. Helena er uppalin hjá Haukum en Sara í Keflavík. Samsett/Bára Dröfn „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína.
Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira