Viðskipti innlent

Bein út­sending: Setning Ný­sköpunar­vikunnar 2021

Eiður Þór Árnason skrifar
Hátíðin er meðal annars í samstarfi við Strætó BS en í gær mætti Nýsköpunarvagninn á göturnar.
Hátíðin er meðal annars í samstarfi við Strætó BS en í gær mætti Nýsköpunarvagninn á göturnar. Mummi Lú

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar.

Á dagskrá eru rúmlega sjötíu viðburðir og getur almenningur sótt viðburðina sér að kostnaðarlausu. Hægt er að fylgjast með setningarathöfninni í spilaranum hér fyrir neðan en að henni lokinni verður opið hús í Nýsköpunarsetri Vísindagarða sem er jafnframt heimili hátíðarinnar.

„Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Íslandi innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.  

Dagskrá setningarathafnar

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur hátíðina
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flytur opnunarerindi ‍

Látum raddir frumkvöðla heyrast

  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi Avo
  • Haraldur Þórir Hugosson, hagfræðingur
  • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri EIMUR
  • Kjartan Þórsson, stofnandi Nordverse

Helstu viðburðir Nýsköpunarviku

  • Húsnæðis og mannvirkjastofnun, Byggingarvettvangurinn, Samtök iðnaðarins og Verkís verða með viðburðinn Nýsköpun í mannvirkjagerð
  • Háskóli Íslands verður með fjölda viðburða og mun meðal annars bjóða upp á gönguferð um Reykjavíkurhöfn þar sem fjallað verður um Nýsköpun í sjávarútvegi
  • Matarboðið er sá hluti Nýsköpunarvikunnar þar sem framsæknir matarfrumkvöðlar eru paraðir saman við veitingastaði. Skál! býður upp á nýsköpunarmatseðil í samstarfi við sprotafyrirtækin Jökla og Vaxa. Fiskmarkaðurinn og Nordic Wasabi slá höndum saman, Von Mathús og Vegangerðin munu bjóða upp á Tempeh Pop-up! Og á Bjórveldishátíðinni á Kex munu handverksbruggarar kynna nýjasta nýtt
  • Á Norðurlandi verður haldin Nýsköpunarvika í boði Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi en þar verða í boði nýsköpunarhádegi, rafræn opin hús í frumkvöðlasetrum og hugmyndasamkeppni um hvernig auka megi fullvinnslu afurða
  • Feed the Viking stendur fyrir frumkvöðlasjósundi í Nauthólsvík og smakk á bakka af nýjustu vörunum þeirra
  • Vinningshafar í hönnunarsamkeppni Össurar og LHÍ kynna hugmyndir sínar
  • Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins tekur höndum saman við Nýsköpunarnefnd FKA og stendur fyrir viðburðinum The Dangerous myths of empowerment for women
  • ORF líftækni leiðir okkur inn í spennandi heim erfðatækni og stofnfrumuræktunar á viðburðinum Er hægt að rækta kjöt án þess að drepa dýr?

Hægt er að skoða dagskránna í heild sinni á vef Nýsköpunarviku.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×