Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2021 10:10 Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og félagar hans mæta við þingfestingu málsins í héraði í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun Segja má að meðferð málsins í héraði hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Barbara Björnsdóttir varadómstjóri tjáði fréttastofu á dögunum að vegna tilfærslu mála á milli sala í húsakynnum héraðsdóms hefði málið ekki ratað á dagskrá dómsins. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna dómsuppkvaðning í morgun var ekki birt á dagskránni heldur. Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Með óbragð í munninum „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Málin var vísað frá í héraði á sínum tíma en Landsréttur sendi það aftur heim í hérað til meðferðar. Sem lauk í morgun með sýknudómi. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg sagði það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnana. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01 Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun Segja má að meðferð málsins í héraði hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Barbara Björnsdóttir varadómstjóri tjáði fréttastofu á dögunum að vegna tilfærslu mála á milli sala í húsakynnum héraðsdóms hefði málið ekki ratað á dagskrá dómsins. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna dómsuppkvaðning í morgun var ekki birt á dagskránni heldur. Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Með óbragð í munninum „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Málin var vísað frá í héraði á sínum tíma en Landsréttur sendi það aftur heim í hérað til meðferðar. Sem lauk í morgun með sýknudómi. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg sagði það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnana. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01 Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01
Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23