Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 20:14 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira