Fótbolti

Jónas hætti fyrir fundinn: Framkvæmdastjóri styður ekki neinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jónas Kristinsson sagði af sér fyrir aðalfundinn á fimmtudag.
Jónas Kristinsson sagði af sér fyrir aðalfundinn á fimmtudag.

Jónas Kristinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri KR, segir af og frá að hann hafi sagt starfi sínu lausu vegna niðurstöðu kosningar um nýjan formann klúbbsins líkt Hjörvar Hafliðason greindi frá á Twitter-síðu sinni í dag. Hann hafi sagt upp fyrir fundinn og megi þess utan stöðu sinnar vegna ekki styðja einn né neinn.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Jónas hefði sagt af sér í kjölfar aðalfunds KR á fimmtudag. Vísir hefur eftir heimildamanni að mikill hiti hafi verið á þeim fundi þar sem Lúðvík Georgsson hafði betur í formannskjöri gegn Páli Kolbeinssyni.

Hjörvar Hafliðason greindi frá því á Twitter-síðu sinni að ástæða uppsagnar Jónasar hafi verið sú að hann hafi stutt Pál Kolbeinsson í því kjöri. Jónas vísar þeim sögusögnum til húsanna í samtali við Vísi í dag.

„Ég, sem framkvæmdastjóri, styð ekki einn né neinn í formannskjöri og má ekki gera það. Framkvæmdastjóri styður aldrei neinn í kjöri.“ sagði Jónas sem segist enn fremur hafa sagt af sér fyrir fundinn.

Ég sagði af mér kvöldið fyrir fundinn [miðvikudagskvöld] við þáverandi formann [Gylfi Dalmann Aðalsteinsson].“ sagði Jónas enn fremur, kjörið hafi því ekki haft nein áhrif á þessa ákvörðun hans sem hafi legið fyrir áður en að fundurinn fór fram.

KR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×