CCP vann til Webby verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 12:05 Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CPP, við Fagradalsfjall. CCP Games vann í gær til hinna virtu Webby netverðlauna fyrir smáleik innan leiksins EVE Online. Nánar tiltekið snúast verðlaunin sem CCP vann um samfélagsþjónustu innan tölvuleikja og heitir verkefnið sem vann Project Discovery. Sjá má flokkinn sem CCP vann hér á vef Webby-verðlaunanna. Project Discovery er smáleikur innan EVE Online þar sem spilarar hjálpa vísindamönnum við að vinna raunverulega úr gögnum um það hvaða áhrif Covid-19 hefur á blóðflögur og ónæmiskerfi manna. 327 þúsund spilarar EVE Online lögðu vísindamönnum lið í gegnum leikinn og spöruðu þeim alls 330 ára rannsóknarvinnu. Fyrir að taka þátt fengu spilarar verðlaun inn í leiknum. Project Discovery var meðal annars unnið í samvinnu við Massively Multiplayer Online Science, eða MMOS, sem hefur á undanförnum árum unnið einnig með öðrum leikjaframleiðendum að sambærilegum verkefnum. Áhugsamir geta lesið sig meira til um Project Discovery á vef CCP Games. Huge congratulations #ProjectDiscovery and @eveonline pilots worldwide for being awarded People's Voice Winner in the 'Games: Public Service, Activism, and Social Impact' category of the 25th Annual Webby Awards!!#tweetfleet #eveonline #citizensciencehttps://t.co/p0kBQD8d7e— CCP Games (@CCPGames) May 18, 2021 Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Bergi Finnbogasyni hjá CCP að spilarar EVE Online hafi haft raunveruleg áhrif og vonast hann til þess að verðlaunin muni leiða til þess að fleiri aðilar finni frumlegar leiðir til að hjálpa vísindamönnum. Þá er haft eftir Attila Szantner, framkvæmdastjóra og einum stofnenda MMOS, að þegar hann og samstarfsmenn hans byrjuðu að leiða saman hesta tölvuleikja og vísinda, hafi ekki órað fyrir þeim að vinna til Webby-verðlauna. Vonaðist hann til þess að fleiri framleiðendur taki þátt í starfi þeirra í framtíðinni. Verðlaunaræður Webby-verðlaunanna eru þekktar fyrir að vera takmarkaðar við fimm orð. Ræða Bergs, sem flutti hana fyrir hönd CCP, var tekin upp við Fagradalsfjall. Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Sjá má flokkinn sem CCP vann hér á vef Webby-verðlaunanna. Project Discovery er smáleikur innan EVE Online þar sem spilarar hjálpa vísindamönnum við að vinna raunverulega úr gögnum um það hvaða áhrif Covid-19 hefur á blóðflögur og ónæmiskerfi manna. 327 þúsund spilarar EVE Online lögðu vísindamönnum lið í gegnum leikinn og spöruðu þeim alls 330 ára rannsóknarvinnu. Fyrir að taka þátt fengu spilarar verðlaun inn í leiknum. Project Discovery var meðal annars unnið í samvinnu við Massively Multiplayer Online Science, eða MMOS, sem hefur á undanförnum árum unnið einnig með öðrum leikjaframleiðendum að sambærilegum verkefnum. Áhugsamir geta lesið sig meira til um Project Discovery á vef CCP Games. Huge congratulations #ProjectDiscovery and @eveonline pilots worldwide for being awarded People's Voice Winner in the 'Games: Public Service, Activism, and Social Impact' category of the 25th Annual Webby Awards!!#tweetfleet #eveonline #citizensciencehttps://t.co/p0kBQD8d7e— CCP Games (@CCPGames) May 18, 2021 Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Bergi Finnbogasyni hjá CCP að spilarar EVE Online hafi haft raunveruleg áhrif og vonast hann til þess að verðlaunin muni leiða til þess að fleiri aðilar finni frumlegar leiðir til að hjálpa vísindamönnum. Þá er haft eftir Attila Szantner, framkvæmdastjóra og einum stofnenda MMOS, að þegar hann og samstarfsmenn hans byrjuðu að leiða saman hesta tölvuleikja og vísinda, hafi ekki órað fyrir þeim að vinna til Webby-verðlauna. Vonaðist hann til þess að fleiri framleiðendur taki þátt í starfi þeirra í framtíðinni. Verðlaunaræður Webby-verðlaunanna eru þekktar fyrir að vera takmarkaðar við fimm orð. Ræða Bergs, sem flutti hana fyrir hönd CCP, var tekin upp við Fagradalsfjall.
Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira