Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2021 18:30 Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. Ahmed Irheem, sem er frá Gaza í Palestínu, kom til Íslands fyrir um átta mánuðum og sótti um vernd hér á landi. Fyrir skömmu staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar um að umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Hann stendur nú frammi fyrir brottvísun þar sem endursendingar til Grikklands eru hafnar að nýju. „Í fyrra voru endursendingar til Grikklands stöðvaðar fyrir fólk í þessari stöðu og þá vísað til heimsfaraldurins. En þessar endursendingar hafa verið teknar upp aftur á þeim forsendum að nú séu bóluseningar hafnar og að þetta ástand sé nú í rauninni liðið hjá,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, segir óboðlegt að endursenda fólk til Grikklands.vísir/skjáskot Eiginkona Ahmeds og þrjú börn, sjö ára dóttir og sex og fjögurra ára synir, eru enn á Gaza. Þau töldu öruggast að hann myndi einn leita skjóls og sameina síðan fjölskylduna. Hann segir þau vilja flýja sífelld átök og fá að búa á Islandi. „Heimili mitt er hættulegur staður,“ segir Ahmed og segir þau aldrei finna fyrir öryggi. „Það er sívarandi vandamál á milli Palestínu og Ísraels, Ísraels og Palestínu. Maður þarf alltaf að fara varlega.“ Hann hefur miklar áhyggjur af fjölskyldunni vegna ástandsins á svæðinu. Sambandið hefur verið stolput þar sem loftnet hafa verið hæfð í sprengjuárásum. „Ég get ekki getað haft samband við fjölskyldu mína.“ Ahmet er í hópi fleiri Palestínumanna sem til stendur að vísa úr landi. Þeir hafa hins vegar neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. „Það sem stjórnvöld hafa tekið upp á að gera vegna þessa er að vísa þeim úr þjónustu hér á landi. Sem sagt vísa þeim út úr því húsnæði sem þeim er útvegað samkvæmt lögum og taka af þeim matarpening og aðra þjónustu,“ segir Arndís og bætir við að þetta bíði nú Ahmeds. Sonur Ahmeds sem er á Gaza í Palestínu.vísir Hún segir að þeim sé gert að velja á milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi. Rauði krossinn ítrekaði á dögunum að ekki væri forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður annarra úr hópi fólks í sömu stöðu, telur aðgerðir stjórnvalda ekki standast lög. „Um er að ræða nokkurs konar refsingu af hálfu Útlendingastofnunar þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brottvísun með því að undirgangast covid próf sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma brottvísun,“ segir Magnús og bætir við að á sínum lögmannsferli hafi hann enn ekki hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoði við eigin brottvísun. Lögmaður telur stjórnvöld brjóta gegn reglugerð um útlendinga með því að svipta fólkið þjónustu.vísir/gva „Það er eðli þessara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja viðkomandi á götuna allslausan við slíkar aðstæður er ómannúðlegt, siðferðilega rangt og að mínum dómi ólögmætt.“ Hann vísar í 23. gr. reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun sé komin til framkvæmdar. „Þegar viðkomandi aðili er enn á landinu er ljóst að slík ákvörðun hefur enn ekki verið framkvæmd og því ólögmætt að svipta aðilann þjónustu. Útlendingastofnun brýtur þannig klárlega gegn umræddu reglugerðarákvæði,“ segir Magnús. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ahmed Irheem, sem er frá Gaza í Palestínu, kom til Íslands fyrir um átta mánuðum og sótti um vernd hér á landi. Fyrir skömmu staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar um að umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Hann stendur nú frammi fyrir brottvísun þar sem endursendingar til Grikklands eru hafnar að nýju. „Í fyrra voru endursendingar til Grikklands stöðvaðar fyrir fólk í þessari stöðu og þá vísað til heimsfaraldurins. En þessar endursendingar hafa verið teknar upp aftur á þeim forsendum að nú séu bóluseningar hafnar og að þetta ástand sé nú í rauninni liðið hjá,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, segir óboðlegt að endursenda fólk til Grikklands.vísir/skjáskot Eiginkona Ahmeds og þrjú börn, sjö ára dóttir og sex og fjögurra ára synir, eru enn á Gaza. Þau töldu öruggast að hann myndi einn leita skjóls og sameina síðan fjölskylduna. Hann segir þau vilja flýja sífelld átök og fá að búa á Islandi. „Heimili mitt er hættulegur staður,“ segir Ahmed og segir þau aldrei finna fyrir öryggi. „Það er sívarandi vandamál á milli Palestínu og Ísraels, Ísraels og Palestínu. Maður þarf alltaf að fara varlega.“ Hann hefur miklar áhyggjur af fjölskyldunni vegna ástandsins á svæðinu. Sambandið hefur verið stolput þar sem loftnet hafa verið hæfð í sprengjuárásum. „Ég get ekki getað haft samband við fjölskyldu mína.“ Ahmet er í hópi fleiri Palestínumanna sem til stendur að vísa úr landi. Þeir hafa hins vegar neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. „Það sem stjórnvöld hafa tekið upp á að gera vegna þessa er að vísa þeim úr þjónustu hér á landi. Sem sagt vísa þeim út úr því húsnæði sem þeim er útvegað samkvæmt lögum og taka af þeim matarpening og aðra þjónustu,“ segir Arndís og bætir við að þetta bíði nú Ahmeds. Sonur Ahmeds sem er á Gaza í Palestínu.vísir Hún segir að þeim sé gert að velja á milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi. Rauði krossinn ítrekaði á dögunum að ekki væri forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður annarra úr hópi fólks í sömu stöðu, telur aðgerðir stjórnvalda ekki standast lög. „Um er að ræða nokkurs konar refsingu af hálfu Útlendingastofnunar þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brottvísun með því að undirgangast covid próf sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma brottvísun,“ segir Magnús og bætir við að á sínum lögmannsferli hafi hann enn ekki hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoði við eigin brottvísun. Lögmaður telur stjórnvöld brjóta gegn reglugerð um útlendinga með því að svipta fólkið þjónustu.vísir/gva „Það er eðli þessara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja viðkomandi á götuna allslausan við slíkar aðstæður er ómannúðlegt, siðferðilega rangt og að mínum dómi ólögmætt.“ Hann vísar í 23. gr. reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun sé komin til framkvæmdar. „Þegar viðkomandi aðili er enn á landinu er ljóst að slík ákvörðun hefur enn ekki verið framkvæmd og því ólögmætt að svipta aðilann þjónustu. Útlendingastofnun brýtur þannig klárlega gegn umræddu reglugerðarákvæði,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira