Innlent

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Samtals hefur lögregla sektað einstaklinga fyrir 13,6 milljónir króna. Lægsta sektin hljóðaði upp á 20.000 krónur en sú hæsta upp á 350.000 krónur. Flestar sektirnar voru gefnar út í fyrra.

Samkvæmt Fréttablaðinu voru 312 sóttvarnabrot skráð á tímabilinu 1. mars 2020 til 20. apríl 2021. Níutíu hafa endað með sekt, þar af mál 85 einstaklinga og fimm fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×