Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 10:52 Lögmenn Navalní með gögnin sem saksóknari lagði fram fyrir utan dómshús í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Lögmaður Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, birti myndir af gögnunum sem saksóknarinn lagði fram á samfélagsmiðlum í dag. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi verið í sex þykkum stöflum af A4-blaðsíðum. Krafa saksóknarans verður næst tekin fyrir 9. júní. Þau fara fram fyrir luktum dyrum. Fallist dómari á kröfuna yrði starfsemi samtaka Navalní gegn spillingu og fjölda svæðisskrifstofa um allt land bönnuð. Bandamenn Navalní gætu einnig átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Því greip Navalní til þess ráðs að leysa upp net svæðisskrifstofanna nýlega. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi í tengslum við dóm sem hann hlaut vegna fjársvika árið 2014. Þeim dómi hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lýst sem óréttlátum og gerræðislegum. Rússneskur dómstóll taldi Navalní hafa rofið skilorð þess dóms þegar hann gaf sig ekki fram reglulega við yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir banatilræði í fyrra. Navalní var byrlað taugaeitrið novitjsok og hefur hann sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið. Krafa yfirvalda um að lýsa samtök Navalní öfgahreyfingu er talin liður í herferð þeirra til að bæla niður allt andóf í landinu. Navalní og bandamenn hans telja að aðgerðir stjórnvalda gegn þeim nú sé ætlað að draga tennurnar úr stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar sem fara fram í september. Samtök Navalní hafa meðal annars þróað gagnagrunn til að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur sem eru líklegastir til að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín forseta, í kosningum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18