Innlent

Fimm greindust með veiruna innanlands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá bólusetningarröð í Laugardal.
Frá bólusetningarröð í Laugardal. Vísir/vilhelm

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Flestir þeirra eru búsettir á Norðurlandi.

Tveir greindust með veiruna á landamærum. Tölur á covid.is eru ekki uppfærðar um helgar. Þær verða næst uppfærðar á mánudag.

Tveir greindust smitaðir af Covid-19 í fyrradag og voru báðir í sóttkví. Á föstudag voru 63 í einangrun á landinu, 330 í sóttkví og 1.068 í skimunarsóttkví.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 13,9. Á landamærunum er nýgengi 3,0. 65.011 eru fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 82.581 til viðbótar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×