Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 10:00 Ólöf Helga og Berglind voru sérfræðingar gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi. Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. „Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58