Erlent

Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA/Graeme Jennings

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Blinken kemur hingað til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag og fimmtudag og mun einnig eiga tvíhliða fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. 

Hann hyggst ræða samband Íslands og Bandaríkjanna, varnarmál á Norðurslóðum og loftslagsbreytingar við íslenska ráðmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×