„Þetta eru svakalegar fréttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 14:01 Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru spenntar fyrir endurkomu Thelmu Dísar Ágústsdóttir í Keflavíkurliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira