Innlent

„Ekki ólíklegt að það bætist eitthvað við af smitum“

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. Vísir/Egill

Þrír greindust með veiruna á Sauðárkróki í gær en allir voru í sóttkví. Þrettán eru í einangrun í bænum en 256 eru í sóttkví.

Sveitarstjóri Skagafjarðar segir viðbúið að fleiri muni greinast næstu daga. 150 til 160 sýni voru send í greiningu í dag og annað eins af sýnum verða tekin á morgun.

„Og ekki ólíklegt að það bætist eitthvað við af smitum úr því,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri.

Á meðan þeir sem greinast eru í sóttkví er Sigfús bjartsýnn á að það náist að hemja þessa hópsýkingu.

Hann vonast til að almannavarnir og aðgerðastjórn fundi um stöðu mála í bænum á laugardag og þá verði tekin ákvörðun um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir í ljósi ástandsins sem verður á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×