Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 10:29 Kantor Hallgrímskirkju og sóknarnefnd hennar náðu ekki saman um áframhaldandi störf hans. Niðurstaðan er að bæði hann og kórar tveir hverfa frá kirkjunni. Vísir/Vilhelm Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. Greint var frá því á dögunum að Hörður Áskelsson, kantor og organisti Hallgrímskirkju til fjörutíu ára, láti af störfum um mánaðamótin. Með starfslokum hans hverfa Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum einnig úr kirkjunni. Tónskáldafélagið mærir Hörð og störf hans í kirkjunni í ályktun sinni. Hann hafi byggt upp tónlistastarf sem teljist hliðstætt við það sem best gerist á meðal þjóða sem Ísland beri sig saman við. Sóknarnefndin hafi nú leyst þetta starf upp með þeim afleiðingum að Hörður og kórar kirkjunnar hverfi á braut. „Aðalfundur Tónskáldafélags Íslands harmar þessa þróun og vísar því til yfirstjórnenda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfilega menningarslysi sem hér hefur verið í uppsiglingu,“ segir í ályktuninni. Lýsir félagið tónlistarstarfinu sem „krúnudjásni“ í starfi Þjóðkirkjunnar. Menningarstarfið í Hallgrímskirkju varði þjóðina alla. Þjóðkirkjan megi síst vera án þess. Trúmál Tónlist Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Kórar Tengdar fréttir Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Hörður Áskelsson, kantor og organisti Hallgrímskirkju til fjörutíu ára, láti af störfum um mánaðamótin. Með starfslokum hans hverfa Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum einnig úr kirkjunni. Tónskáldafélagið mærir Hörð og störf hans í kirkjunni í ályktun sinni. Hann hafi byggt upp tónlistastarf sem teljist hliðstætt við það sem best gerist á meðal þjóða sem Ísland beri sig saman við. Sóknarnefndin hafi nú leyst þetta starf upp með þeim afleiðingum að Hörður og kórar kirkjunnar hverfi á braut. „Aðalfundur Tónskáldafélags Íslands harmar þessa þróun og vísar því til yfirstjórnenda kirkjunnar, að þeir grípi í taumana og forði því skelfilega menningarslysi sem hér hefur verið í uppsiglingu,“ segir í ályktuninni. Lýsir félagið tónlistarstarfinu sem „krúnudjásni“ í starfi Þjóðkirkjunnar. Menningarstarfið í Hallgrímskirkju varði þjóðina alla. Þjóðkirkjan megi síst vera án þess.
Trúmál Tónlist Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Kórar Tengdar fréttir Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. 5. maí 2021 06:16