Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:47 Talið er að líkin hafi endað í ánni eftir misheppnaðar bálfarir við árbakkana. Getty/Ritesh Shukla Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. Minnst fjörutíu líkum skolaði á land um 55 km niður eftir ánni frá Gahmar í gær. Óvíst er hvernig líkin enduðu í ánni en héraðsstjórn telur að gerð hafi verið tilraun til að brenna líkin í bálför við árbakkana sem hafi ekki farið betur en svo að þau hafi endað í ánni. Talið er að líkin séu öll af fórnarlömbum Covid en enn hafa ekki verið borin kennsl á þau. Blaðamaður á svæðinu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líkum hafi nú skolað upp á land í Gahmar í nokkra daga. Íbúar segja að þeir hafi kvartað undan nálykt í nokkra daga en að yfirvöld á svæðinu hafi ekki brugðist við fyrr en fréttir um líkfund í Bihar, suður af Gahmar, hafi borist í gær. Lögreglan í Gahmar hefur verið önnum kafin í dag við að veiða lík upp úr ánni og hefur dregið um 25-30 lík úr henni frá því á miðnætti. Líkin hafa öll verið grafin. Rannsókn er hafin á því hvernig líkin enduðu í ánni og hvaðan þau koma. Ástandið á Indlandi er enn mjög slæmt. Tæplega 330 þúsund greindust smitaðir af veirunni á síðasta sólarhringi. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist svo vitað sé. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Minnst fjörutíu líkum skolaði á land um 55 km niður eftir ánni frá Gahmar í gær. Óvíst er hvernig líkin enduðu í ánni en héraðsstjórn telur að gerð hafi verið tilraun til að brenna líkin í bálför við árbakkana sem hafi ekki farið betur en svo að þau hafi endað í ánni. Talið er að líkin séu öll af fórnarlömbum Covid en enn hafa ekki verið borin kennsl á þau. Blaðamaður á svæðinu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líkum hafi nú skolað upp á land í Gahmar í nokkra daga. Íbúar segja að þeir hafi kvartað undan nálykt í nokkra daga en að yfirvöld á svæðinu hafi ekki brugðist við fyrr en fréttir um líkfund í Bihar, suður af Gahmar, hafi borist í gær. Lögreglan í Gahmar hefur verið önnum kafin í dag við að veiða lík upp úr ánni og hefur dregið um 25-30 lík úr henni frá því á miðnætti. Líkin hafa öll verið grafin. Rannsókn er hafin á því hvernig líkin enduðu í ánni og hvaðan þau koma. Ástandið á Indlandi er enn mjög slæmt. Tæplega 330 þúsund greindust smitaðir af veirunni á síðasta sólarhringi. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist svo vitað sé.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59
Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15
Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42