Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 22:19 Ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá ákveðnum svæðum eru bannaðar samkvæmt nýlegri reglugerð. Vísir/Vilhelm Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira