Auðlindir og geimverur Brynjar Níelsson skrifar 10. maí 2021 16:28 Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun