Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 12:54 Svona var umhorfs eftir gróðureldinn í Heiðmörk í síðustu viku. Óvissustig vegna eldhættu er í gildi frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi vegna þurrks. Vísir/RAX Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum. Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum.
Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent