Einhverfum börnum aftur synjað Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 07:00 Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar