Fleiri velja vistvæn ökutæki Jón Hannes Karlsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Neytendur Bensín og olía Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar