Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2021 17:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af henni. Aukin harka, þulskipulögð tryggingvasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna þennan heim hér á landi. Fyrr í vetur greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frá því að hún hefði sett 350 milljónir í lögreglusjóð til að efla lögregluna í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við höfum sett það í algjöran forgang að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Og sett það í forgang að bæði að búnaður og mannafli sé til staðar. Bæði fjárfest í búnaði fyrir lögreglu og líka aukið samstarf milli lögregluliða af því það er nú ein helsta ógnin við skipulagða glæpastarfsemi hvað hún er þvert á umdæmi og landamæri. Ég hef líka auðvitað lagt fram frumvörp og fengið samþykkt lög sem ýta á og hjálpa til við að takast á við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu Lög tekið stakkaskiptum Hún nefnir þar frumvarp um breytingar á lögum um mansalsákvæði almennra hegningarlaga. Líka breytingar á lögreglulögum til að auka samskipti við önnur lögreglulið sem sé forsenda þess að takast á við skipulagða glæpastarfsemi sem nær þvert á landamæri. „Lög um peningaþvætti og aðgerðir gegn því hafa tekið stakkaskiptum og uppfylla nú allar alþjóðlegar skuldbindingar. Alþjóðasamfélagið og umræðan hér er að átta sig á því að ein árangursríkasta leiðin til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er í gegnum peningaþvætti,“ segir Áslaug. Aukið samstarf mikilvægt Í Kompás lýstu lögreglumenn áhyggjum sínum að lenda undir í baráttu við skipulagða glæpahópa og voru á því að auka þyrfti fjármagn í málaflokkinn. Spurð hvort þessar 350 milljónir dugi til svarar Áslaug: „Það er sérstakur löggæslusjóður þar sem við gátum styrkt lögregluna um ýmsan búnað til að takast á við þessar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og við höfum séð það strax núna samkvæmt okkar upplýsingum að það hafi nýst afar vel. Síðan höfum við fengið varanlegar fjárheimildir fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, 80 milljónir króna, til að takast á við þetta auðvitað í takti við og aukna samvinnu allra þessara deilda. Þetta eru ekki brot sem eru á einstökum brotaflokkum. Þetta eru brot sem fara inn í fíkniefnaviðskipti, fjársvik, peningaþvætti og svo framvegis. Allt þetta aukna samstarf er mjög mikilvægt og ég hef stuðlað að því síðastliðið ár, með meðal annars lögregluráði, en líka sérstökum aðgerðahópi lögreglunnar á öllu landinu til að vera í stakk búin til að takast á við þetta.“ Hefur einnig áhyggjur af albönsku mafíunni Lögreglumenn sögðu í Kompás að þeir hefðu áhyggjur af því ef albanska mafían fer að láta til sín taka á Íslandi. Áslaug tekur undir þær áhyggjur. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni. Þess vegna vinn ég náið með lögreglunni og ríkislögreglustjóra, sem leiðir þessa vinnu. Við fáum reglulega tillögur sem við erum alltaf með til skoðunar hvað við getum gert betur. Við þurfum að vera mjög vakandi. Þetta er stöðug ógn sem er á alþjóðavísu. Við þurfum að tryggja að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við þessa ógn.“ Hafa eflt landamæraeftirlit Rætt er við Þórunni Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai sem myrtur var við heimili þeirra í Rauðagerði í febrúar. Þóranna er gagnrýnin á yfirvöld en maðurinn sem gengist hefur við morðinu var eftirlýstur í heimalandinu sínu Albaníu og höfðu yfirvöld þar í landi farið fram á framsal árið 2015. Íslensk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni tveimur árum síðar því framsalið þótti ekki uppfylla lagaskilyrði. Áslaug segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en á Alþingi hafi nýverið verið samþykkt lög um framsal sakamanna og réttaraðstoð sem er ætlað að gera samstarf skilvirkara á milli landa. „Sem er auðvitað ein grundvallar forsenda til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi.“ Spurð hvort efla þurfi eftirlit með sakamönnum sem koma hingað til lands svarar hún: „Við höfum verið að efla landamæraeftirlit sem og farþegagreiningu til að gera lögreglu betur í stakk búna til að takast á við það. Það verður að halda því áfram í samstarfi við önnur lönd.“ Hefur beint til lögreglu að forgangsraða betur Þóranna Helga gagnrýnir einnig í Kompás að lögreglan hafi vitað af því að maðurinn sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður. Leit var gerð að byssunni án árangurs en ekki hafi verið hægt að fylgja málinu efni sökum skorts á tíma og mannafla. Áslaug segist hafa beint því til lögreglu að forgangsraða betur í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það höfum við gert bæði með sérstökum aðgerðahóp, auknu samstarfi og auknu fjármagni. Þannig auknu fjármagni að það hefur ekki sést í þessum málaflokki en það verður áskorun að halda því áfram. Þarna þarf að vera um skýra forgangsröðun að ræða.“ Lögleiðing ein og sér leysi ekki vandann Því hefur verið haldið fram að lögleiðing fíkniefna myndi veikja starfsemi skipulagðra glæpahópa til muna. Yfirlögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu segja í Kompás að þeir telji svo ekki vera og nefna máli sínu til stuðnings risavaxinn svartan markað með læknalyf hér á landi. Áslaug er á því að bannstefna hafi hins vegar ekki virkað. „Við þurfum að nálgast þessi verkefni með öðrum hætti. Að sama skapi tek ég undir það að þetta verður ekki leyst með neinu einföldu svari. Það þarf ýmislegt til en við þurfum kannski að horfa verkefnið öðrum augum og auðvitað þá neytendur fíkniefna en að taka með sama móti mjög hart á skipulagðri glæpastarfsemi sem felur í sér fleiri atriði en fíkniefni. Mikil fjársvik, tryggingasvik og peningaþvætti. Skilgreiningar samræmdar Það sem hefur reynst erfitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi er skilgreining á henni. Lögregla eigi að fá auknar heimildir telji hún grun um skipulagða glæpastarfsemi að ræða en í sumum tilvikum verði ekki af því, því dómstólar fallast ekki á þá skilgreiningu. Áslaug segir það mikilvægt að skilgreiningar séu skýrar. „Við erum að skoða löggjöfina og hvernig við gerum lögreglu kleift að takast a við þetta og þessa ógn með sama hætti og til dæmis á Norðurlöndunum. Að þetta sé vel skilgreint og séu kannski auknar heimildir lögreglu gegn þessum hópum en ekki öðrum,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi unnið ötullega að því síðasta ár og muni gera það áfram. Óttast að skipulögð glæpastarfsemi breyti ímynd Íslands Hún segir sínar helstu áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi að hún muni breyta þeirri ímynd sem Íslendingar hafa á sínu samfélaginu. „Við erum auðvitað land sem hefur talið sig mjög öruggt. Og með óvopnaða lögreglu, það er eitt af aðalsmerkjum okkar og við eigum einstakt lögreglulið. Auðvitað hræðist maður að þetta breytir þeirri ásýnd og því hvernig fólki líður hérlendis. Það er það sem við þurfum að koma í veg með öllum mætti og tryggja hér öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna og vinna að því að hún hafi svipaðar heimildir og góða stöðu til að takast á við þetta öryggishlutverk,“ segir Áslaug sem segir ekki í umræðunni að almenn lögregla beri vopn en skref hafi verið tekin til að efla sérsveitina og nefnir þar sem dæmi að nú sé flokkur sérsveitarmanna einnig staðsettur á Akureyri. Kompás Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Morð í Rauðagerði Lögreglan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og ógnina af henni. Aukin harka, þulskipulögð tryggingvasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna þennan heim hér á landi. Fyrr í vetur greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frá því að hún hefði sett 350 milljónir í lögreglusjóð til að efla lögregluna í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við höfum sett það í algjöran forgang að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Og sett það í forgang að bæði að búnaður og mannafli sé til staðar. Bæði fjárfest í búnaði fyrir lögreglu og líka aukið samstarf milli lögregluliða af því það er nú ein helsta ógnin við skipulagða glæpastarfsemi hvað hún er þvert á umdæmi og landamæri. Ég hef líka auðvitað lagt fram frumvörp og fengið samþykkt lög sem ýta á og hjálpa til við að takast á við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu Lög tekið stakkaskiptum Hún nefnir þar frumvarp um breytingar á lögum um mansalsákvæði almennra hegningarlaga. Líka breytingar á lögreglulögum til að auka samskipti við önnur lögreglulið sem sé forsenda þess að takast á við skipulagða glæpastarfsemi sem nær þvert á landamæri. „Lög um peningaþvætti og aðgerðir gegn því hafa tekið stakkaskiptum og uppfylla nú allar alþjóðlegar skuldbindingar. Alþjóðasamfélagið og umræðan hér er að átta sig á því að ein árangursríkasta leiðin til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er í gegnum peningaþvætti,“ segir Áslaug. Aukið samstarf mikilvægt Í Kompás lýstu lögreglumenn áhyggjum sínum að lenda undir í baráttu við skipulagða glæpahópa og voru á því að auka þyrfti fjármagn í málaflokkinn. Spurð hvort þessar 350 milljónir dugi til svarar Áslaug: „Það er sérstakur löggæslusjóður þar sem við gátum styrkt lögregluna um ýmsan búnað til að takast á við þessar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi og við höfum séð það strax núna samkvæmt okkar upplýsingum að það hafi nýst afar vel. Síðan höfum við fengið varanlegar fjárheimildir fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, 80 milljónir króna, til að takast á við þetta auðvitað í takti við og aukna samvinnu allra þessara deilda. Þetta eru ekki brot sem eru á einstökum brotaflokkum. Þetta eru brot sem fara inn í fíkniefnaviðskipti, fjársvik, peningaþvætti og svo framvegis. Allt þetta aukna samstarf er mjög mikilvægt og ég hef stuðlað að því síðastliðið ár, með meðal annars lögregluráði, en líka sérstökum aðgerðahópi lögreglunnar á öllu landinu til að vera í stakk búin til að takast á við þetta.“ Hefur einnig áhyggjur af albönsku mafíunni Lögreglumenn sögðu í Kompás að þeir hefðu áhyggjur af því ef albanska mafían fer að láta til sín taka á Íslandi. Áslaug tekur undir þær áhyggjur. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni. Þess vegna vinn ég náið með lögreglunni og ríkislögreglustjóra, sem leiðir þessa vinnu. Við fáum reglulega tillögur sem við erum alltaf með til skoðunar hvað við getum gert betur. Við þurfum að vera mjög vakandi. Þetta er stöðug ógn sem er á alþjóðavísu. Við þurfum að tryggja að lögreglan sé í stakk búin til að takast á við þessa ógn.“ Hafa eflt landamæraeftirlit Rætt er við Þórunni Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai sem myrtur var við heimili þeirra í Rauðagerði í febrúar. Þóranna er gagnrýnin á yfirvöld en maðurinn sem gengist hefur við morðinu var eftirlýstur í heimalandinu sínu Albaníu og höfðu yfirvöld þar í landi farið fram á framsal árið 2015. Íslensk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni tveimur árum síðar því framsalið þótti ekki uppfylla lagaskilyrði. Áslaug segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en á Alþingi hafi nýverið verið samþykkt lög um framsal sakamanna og réttaraðstoð sem er ætlað að gera samstarf skilvirkara á milli landa. „Sem er auðvitað ein grundvallar forsenda til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi.“ Spurð hvort efla þurfi eftirlit með sakamönnum sem koma hingað til lands svarar hún: „Við höfum verið að efla landamæraeftirlit sem og farþegagreiningu til að gera lögreglu betur í stakk búna til að takast á við það. Það verður að halda því áfram í samstarfi við önnur lönd.“ Hefur beint til lögreglu að forgangsraða betur Þóranna Helga gagnrýnir einnig í Kompás að lögreglan hafi vitað af því að maðurinn sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður. Leit var gerð að byssunni án árangurs en ekki hafi verið hægt að fylgja málinu efni sökum skorts á tíma og mannafla. Áslaug segist hafa beint því til lögreglu að forgangsraða betur í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það höfum við gert bæði með sérstökum aðgerðahóp, auknu samstarfi og auknu fjármagni. Þannig auknu fjármagni að það hefur ekki sést í þessum málaflokki en það verður áskorun að halda því áfram. Þarna þarf að vera um skýra forgangsröðun að ræða.“ Lögleiðing ein og sér leysi ekki vandann Því hefur verið haldið fram að lögleiðing fíkniefna myndi veikja starfsemi skipulagðra glæpahópa til muna. Yfirlögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu segja í Kompás að þeir telji svo ekki vera og nefna máli sínu til stuðnings risavaxinn svartan markað með læknalyf hér á landi. Áslaug er á því að bannstefna hafi hins vegar ekki virkað. „Við þurfum að nálgast þessi verkefni með öðrum hætti. Að sama skapi tek ég undir það að þetta verður ekki leyst með neinu einföldu svari. Það þarf ýmislegt til en við þurfum kannski að horfa verkefnið öðrum augum og auðvitað þá neytendur fíkniefna en að taka með sama móti mjög hart á skipulagðri glæpastarfsemi sem felur í sér fleiri atriði en fíkniefni. Mikil fjársvik, tryggingasvik og peningaþvætti. Skilgreiningar samræmdar Það sem hefur reynst erfitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi er skilgreining á henni. Lögregla eigi að fá auknar heimildir telji hún grun um skipulagða glæpastarfsemi að ræða en í sumum tilvikum verði ekki af því, því dómstólar fallast ekki á þá skilgreiningu. Áslaug segir það mikilvægt að skilgreiningar séu skýrar. „Við erum að skoða löggjöfina og hvernig við gerum lögreglu kleift að takast a við þetta og þessa ógn með sama hætti og til dæmis á Norðurlöndunum. Að þetta sé vel skilgreint og séu kannski auknar heimildir lögreglu gegn þessum hópum en ekki öðrum,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi unnið ötullega að því síðasta ár og muni gera það áfram. Óttast að skipulögð glæpastarfsemi breyti ímynd Íslands Hún segir sínar helstu áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi að hún muni breyta þeirri ímynd sem Íslendingar hafa á sínu samfélaginu. „Við erum auðvitað land sem hefur talið sig mjög öruggt. Og með óvopnaða lögreglu, það er eitt af aðalsmerkjum okkar og við eigum einstakt lögreglulið. Auðvitað hræðist maður að þetta breytir þeirri ásýnd og því hvernig fólki líður hérlendis. Það er það sem við þurfum að koma í veg með öllum mætti og tryggja hér öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna og vinna að því að hún hafi svipaðar heimildir og góða stöðu til að takast á við þetta öryggishlutverk,“ segir Áslaug sem segir ekki í umræðunni að almenn lögregla beri vopn en skref hafi verið tekin til að efla sérsveitina og nefnir þar sem dæmi að nú sé flokkur sérsveitarmanna einnig staðsettur á Akureyri.
Kompás Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Morð í Rauðagerði Lögreglan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira