Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2021 08:57 Aðstaða sjúklinga er víða bág en þeir sem fá pláss eru heppnir. Aðrir deyja heima eða jafnvel fyrir utan sjúkrahúsin. epa/Idrees Mohammed Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent