Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hverjir stýra peningunum?

Atli Ísleifsson skrifar
Tilgangur viðburðarins, sem hefst klukkan 20, er að vekja athygli á stöðu kvenna innan fjármálageirans og hvaða áhrif sú staða hefur á samfélagið í heild sinni.
Tilgangur viðburðarins, sem hefst klukkan 20, er að vekja athygli á stöðu kvenna innan fjármálageirans og hvaða áhrif sú staða hefur á samfélagið í heild sinni.

Ungar athafnakonur ásamt Fortuna Invest standa fyrir panelumræðum þar sem rætt verður um hvernig fjármagni á Íslandi er stýrt með tilliti til kynjasjónarmiða.

Tilgangur viðburðarins, sem hefst klukkan 20, er að vekja athygli á stöðu kvenna innan fjármálageirans og hvaða áhrif sú staða hefur á samfélagið í heild sinni.

„Peningum fylgja völd og konur fá því ekki raunveruleg völd fyrr en þær fara fyrir fjármagni í meira mæli.

Rósa Kristinsdóttir frá Fortuna Invest mun flytja opnunarerindi en Lilja Gylfadóttir, stofnandi UAK og viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka, mun stýra panelumræðum.

Þátttakendur panelsins eru Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri eignastýringarfélagsins Íslandssjóðir hf., Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðanna EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnaðar Arion banka og Þórður Magnússon, meðstofnandi og stjórnarformaður Eyrir Invest.“

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×