Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 15:41 Lögregla gerði húsleit á heimili Luis Manuel Otero Alcántara í Havana í apríl. Honum var í reynd haldið í stofufangelsi þar en lögreglumenn eru einnig sagðir hafa fjarlægt eða eyðilagt listaverk hans. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans. Kúba Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Luis Manuel Otero Alcántara leiðir San Isidro-hreyfinguna (SIM), hóp listamanna, blaðamanna og menntamanna sem berst fyrir tjáningarfrelsi og lýðræði á Kúbu. Kúbönsk stjórnvöld saka SIM um að vera handbendi Bandaríkjastjórnar sem grafi undan ríkisvaldinu en því hafna þau. Kommúnistastjórnin hneppti Otero Alcántara í stofufangelsi í reynd eftir að húsleit var gerð á heimili hans í síðasta mánuði. Hann hóf þá hungurverkfall til að krefjast þess að yfirvöld skiluðu honum listaverkum, greiddu honum bætur, virtu tjáningarfrelsi hans og að lögregla hætti að áreita hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögregla hafi þá vaktað heimili hans og ekki leyft neinum að koma þangað eða fara. Í gær var listamaðurinn svo fluttur á sjúkrahús, að sögn heilbrigðisyfirvalda í höfuðborginni Havana. Hann hafi ekki sýnt nein merki um vannæringu eða steinefnaskort en hann hafi engu að síður verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann sé við stöðuga heilsu. Félagar í SIM segja aftur á móti að Otero Alcántara hafi verið fluttur á sjúkrahúsið með valdi fyrir dagrenningu í gær. Þeir krefjast þess að yfirvöld leggi fram skýrar sannanir um að hann sé við góða heilsu. Samtökin setja spurningarmerki við að hann sé sagður við góða heilsu þrátt fyrir að hafa neitað sér um vott og þurrt í sjö daga. Fullyrða þau að undanfarna daga hafi Otero Alcántara sýnt einkenni um ofþornun, þar á meðal skæðan kviðverk. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist upplýsinga um hvar Otero Alcántara er niður kominn og að fjölskylda hans fái að heimsækja hann. Þá hafa bandarísk og evrópsk yfirvöld lýst áhyggjum af afdrifum hans.
Kúba Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira