Sumar barnsins Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifa 3. maí 2021 10:00 Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar