Lárus: Þetta var bara góður körfuboltaleikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2021 20:35 Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Hann segir að næstu leikir verði notaðir til að undirbúa liðið fyrir úrslitakeppnina. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega ánægður með 98-96 sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Lárus segir að í heildina hafi þetta verið góður körfuboltaleikur hjá báðum liðum. „Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05