Martens skaut Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2021 11:55 Fyrra mark Börsunga og Mertens í uppsiglingu. Barcelona Barcelona vann 2-1 sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu nú rétt í þessu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Barcelona því komið í úrslit keppninnar. Hinn hollenska Lieke Martens reyndist hetja Börsunga í dag. Hún kom liðinu yfir strax á 8. mínútu með frábærri afgreiðslu eftir sendingu Leila Ouahabi. Hægri fótur, hægra horn var niðurstaðan og Börsungar komnar yfir í einvíginu. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum skoraði Martens annað mark sitt og annað mark Barcelona. Það var töluvert einfaldara en hún mætti þá einfaldlega á fjær og smellti knettinum í netið eftir sendingu Caroline Hansen. El doblet de @liekemartens1 #BarçaPSG pic.twitter.com/CEWrBuBrLn— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 2, 2021 Aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Marie-Antoinette Katoto muninn fyrir Parísarliðið og staðan því 2-1 í hálfleik. PSG þurfti aðeins eitt mark til að sigra einvígið en tókst ekki að koma knettinum í netið. Lokatölur því 2-1 Barcelona í vil og Börsungar komnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Un dia de partit.... pic.twitter.com/1SyvsXScl7— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 2, 2021 Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Barcelona vann 2-1 sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu nú rétt í þessu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Barcelona því komið í úrslit keppninnar. Hinn hollenska Lieke Martens reyndist hetja Börsunga í dag. Hún kom liðinu yfir strax á 8. mínútu með frábærri afgreiðslu eftir sendingu Leila Ouahabi. Hægri fótur, hægra horn var niðurstaðan og Börsungar komnar yfir í einvíginu. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum skoraði Martens annað mark sitt og annað mark Barcelona. Það var töluvert einfaldara en hún mætti þá einfaldlega á fjær og smellti knettinum í netið eftir sendingu Caroline Hansen. El doblet de @liekemartens1 #BarçaPSG pic.twitter.com/CEWrBuBrLn— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 2, 2021 Aðeins þremur mínútum síðar minnkaði Marie-Antoinette Katoto muninn fyrir Parísarliðið og staðan því 2-1 í hálfleik. PSG þurfti aðeins eitt mark til að sigra einvígið en tókst ekki að koma knettinum í netið. Lokatölur því 2-1 Barcelona í vil og Börsungar komnar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Un dia de partit.... pic.twitter.com/1SyvsXScl7— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 2, 2021
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti