Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 71-86 | Deildarmeistararnir sóttu sigur í Síkið án Harðar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2021 21:53 ÍR - Keflavík. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Keflavík sótti sigur á Sauðárkrók er liðið vann 86-71 sigur á heimamönnum í Tindastól er þau mættust í þriðju síðustu umferð Domino's deildar karla. Keflavík er deildarmeistari en Tindastóll berst fyrir sæti í úrslitakeppni. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en mikið var um tæknileg mistök framan af. Keflvíkingar þurftu smá tíma til að finna taktinn án Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var ekki með í Síkinu í kvöld. Tindastóll var 19-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en það var enn meiri kraftur og áræðni í Keflavík í öðrum leikhlutanum. Þeir sóttu, sem fyrr, mikið á körfuna og voru komnir með góða forystu í öðrum leikhlutanum. Heimamenn fengu sín fyrstu vítaskot undir lok annars leikhluta en þá voru gestirnir komnir með yfir tíu vítaskot. Milka og Williams voru duglegir að fara inn að körfunni og það skilaði sér í sex stiga forystu í hálfleik, 43-37. Keflvíkingar voru ekki hættir. Þeir komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og gerðu sjö fyrstu stigin í síðari hálfleiknum áður en heimamenn rönkuðu við sér. Deildarmeistarnir voru búnir að mynda sér gott tíu stiga forskot í þriðja leikhluta sem gestirnir vildu hægt og rólega saxa á en Keflvíkingar voru ellefu stigum yfir eftir þriðja leikhlutann. Tindastóll náði aldrei nægilega góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og Keflvíkingarnir spiluðu þetta vel. Þeir gerðu sitt og rúmlega það. Spiluðu öflugan varnarleik og réðust vel inn i teiginn. Lokatölur 86-71. Af hverju vann Keflavík? Þrátt fyrir að vera án síns mikilvægasta manns, leikstjórnandans Harðars Axels, þá eru deildarmeistararnir bara með svo marga öfluga leikmenn. Milka, Williams og Calvin gerðu til að mynda 38 af 43 stigum Keflavík í fyrri hálfleik og þeir voru frábærir í kvöld. Einu sinni sem oftar. Átu teiginn og sigurinn verðskuldaður. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks Jr. var stigahæstur í liði Keflavíkur með 27 stig. Þar að auki tók hann tíu fráköst. Dominykas Milka gerði 25 stig og tók átta fráköst og Deane Williams sautján og tók tólf fráköst. Flenard Whitfield var öflugastur í liði Stólanna. Hann var með átján stig og tók sex fráköst en stigahæstur var þó Nick Tomsick með tuttugu sig. Hvað gekk illa? Eins og áður hefur komið fram fengu Stólarnir sín fyrstu vítaskot í leiknum undir lok annars leikhluta. Það segir kannski mikið um áræðnina í sóknarleiknum að körfunni og hvernig þeir spiluðu. Þegar Stólarnir voru að nálgast Keflavík fór allt í baklás undir lok þriðja leikhluta og Keflvíkingar sigldu sigrinum heim. Einnig vantaði meira framlag frá mönnum eins og Pétri Rúnari, Jaka Brodnik og Viðari. Ef maður ætlar að vinna lið eins og Keflavík þurfa fleiri en einn eða tveir að eiga ágætis leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer næst í Grindavík og mætir þar sjóðheitum heimamönnum sem eru svo sannarlega með stemninguna með sér í liði. Eftir það bíður erfiður heimaleikur gegn Stjörnunni svo Stólarnir eru með bakið upp við vegg hvað varðar úrslitakeppnissæti. Nú eru þeir í sjöunda sætinu með átján stig en Njarðvík og ÍR eru í níunda og tíunda sæti með fjórtán stig. ÍR á þó leik til góða. Deildarmeistarararnir eiga eftir að spila við Val og Hött. Dominos-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavík sótti sigur á Sauðárkrók er liðið vann 86-71 sigur á heimamönnum í Tindastól er þau mættust í þriðju síðustu umferð Domino's deildar karla. Keflavík er deildarmeistari en Tindastóll berst fyrir sæti í úrslitakeppni. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en mikið var um tæknileg mistök framan af. Keflvíkingar þurftu smá tíma til að finna taktinn án Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var ekki með í Síkinu í kvöld. Tindastóll var 19-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en það var enn meiri kraftur og áræðni í Keflavík í öðrum leikhlutanum. Þeir sóttu, sem fyrr, mikið á körfuna og voru komnir með góða forystu í öðrum leikhlutanum. Heimamenn fengu sín fyrstu vítaskot undir lok annars leikhluta en þá voru gestirnir komnir með yfir tíu vítaskot. Milka og Williams voru duglegir að fara inn að körfunni og það skilaði sér í sex stiga forystu í hálfleik, 43-37. Keflvíkingar voru ekki hættir. Þeir komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og gerðu sjö fyrstu stigin í síðari hálfleiknum áður en heimamenn rönkuðu við sér. Deildarmeistarnir voru búnir að mynda sér gott tíu stiga forskot í þriðja leikhluta sem gestirnir vildu hægt og rólega saxa á en Keflvíkingar voru ellefu stigum yfir eftir þriðja leikhlutann. Tindastóll náði aldrei nægilega góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og Keflvíkingarnir spiluðu þetta vel. Þeir gerðu sitt og rúmlega það. Spiluðu öflugan varnarleik og réðust vel inn i teiginn. Lokatölur 86-71. Af hverju vann Keflavík? Þrátt fyrir að vera án síns mikilvægasta manns, leikstjórnandans Harðars Axels, þá eru deildarmeistararnir bara með svo marga öfluga leikmenn. Milka, Williams og Calvin gerðu til að mynda 38 af 43 stigum Keflavík í fyrri hálfleik og þeir voru frábærir í kvöld. Einu sinni sem oftar. Átu teiginn og sigurinn verðskuldaður. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks Jr. var stigahæstur í liði Keflavíkur með 27 stig. Þar að auki tók hann tíu fráköst. Dominykas Milka gerði 25 stig og tók átta fráköst og Deane Williams sautján og tók tólf fráköst. Flenard Whitfield var öflugastur í liði Stólanna. Hann var með átján stig og tók sex fráköst en stigahæstur var þó Nick Tomsick með tuttugu sig. Hvað gekk illa? Eins og áður hefur komið fram fengu Stólarnir sín fyrstu vítaskot í leiknum undir lok annars leikhluta. Það segir kannski mikið um áræðnina í sóknarleiknum að körfunni og hvernig þeir spiluðu. Þegar Stólarnir voru að nálgast Keflavík fór allt í baklás undir lok þriðja leikhluta og Keflvíkingar sigldu sigrinum heim. Einnig vantaði meira framlag frá mönnum eins og Pétri Rúnari, Jaka Brodnik og Viðari. Ef maður ætlar að vinna lið eins og Keflavík þurfa fleiri en einn eða tveir að eiga ágætis leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer næst í Grindavík og mætir þar sjóðheitum heimamönnum sem eru svo sannarlega með stemninguna með sér í liði. Eftir það bíður erfiður heimaleikur gegn Stjörnunni svo Stólarnir eru með bakið upp við vegg hvað varðar úrslitakeppnissæti. Nú eru þeir í sjöunda sætinu með átján stig en Njarðvík og ÍR eru í níunda og tíunda sæti með fjórtán stig. ÍR á þó leik til góða. Deildarmeistarararnir eiga eftir að spila við Val og Hött.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti