Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:57 Farið var með um 2,1 milljón atkvæða úr Maricopa-sýslu og kosningavélar á leikvang í Phoenix þar sem einkafyrirtæki ætlar að fara yfir þær. Endurtalningin er afar óhefðbundin og fylgir ekki hefðbundnum reglum ríkisins um þær. AP/Ross D. Franklin Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira