Emery hrellti gömlu lærisveinana Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 20:56 Ceballos fær sitt annað gula spjald og þar með rautt í kvöld. Isabel Infantes/Getty Unai Emery náði höggi á sinn fyrrum vinnuveitanda, Arsenal, er hann stýrði Villarreal til 2-1 sigurs gegn Lundúnarliðinu í fyrri undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar. Eftir einungis fimm mínútna leik voru heimamenn í Villarreal komnir yfir með marki Manuel Trigueros en Arsenal tapaði um helgina fyrir Everton. Varnarmaðurinn Raul Albiol tvöfaldaði forystu Villarreal eftir hálftíma leik og útlitið ekki gott fyrir gestina. Þeir héldu þó að þeir væru að fá vítaspyrnu skömmu síðar en eftir skoðun VARsjánnar kom í ljós að boltinn fór í hönd Nicolas Pepe í aðdragandanum og staðan því 2-0 í hálfleik. Daniel Ceballos lét henda sér í sturtu á 57. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það minnkaði Arsenal muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu með marki Pepe. Etienne Capoue vildi ekki vera minni maður en Ceballos og fékk tvö gul spjöld á tólf mínútna kafla og lét henda sér í sturtu. Liðin voru því jöfn síðustu tíu mínúturnar en lokatölur 2-1. Síðari leikur liðanna fer fram á Emirates í næstu viku. FT: Villarreal 2-1 Arsenal Unai Emery's Villarreal will take a lead back to the Emirates. Trailing 0-2 and down to ten men on the hour mark, Arsenal may well be pretty happy with the hope they've given themselves.#VILARS #UEL #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 29, 2021 Evrópudeild UEFA
Unai Emery náði höggi á sinn fyrrum vinnuveitanda, Arsenal, er hann stýrði Villarreal til 2-1 sigurs gegn Lundúnarliðinu í fyrri undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar. Eftir einungis fimm mínútna leik voru heimamenn í Villarreal komnir yfir með marki Manuel Trigueros en Arsenal tapaði um helgina fyrir Everton. Varnarmaðurinn Raul Albiol tvöfaldaði forystu Villarreal eftir hálftíma leik og útlitið ekki gott fyrir gestina. Þeir héldu þó að þeir væru að fá vítaspyrnu skömmu síðar en eftir skoðun VARsjánnar kom í ljós að boltinn fór í hönd Nicolas Pepe í aðdragandanum og staðan því 2-0 í hálfleik. Daniel Ceballos lét henda sér í sturtu á 57. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það minnkaði Arsenal muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu með marki Pepe. Etienne Capoue vildi ekki vera minni maður en Ceballos og fékk tvö gul spjöld á tólf mínútna kafla og lét henda sér í sturtu. Liðin voru því jöfn síðustu tíu mínúturnar en lokatölur 2-1. Síðari leikur liðanna fer fram á Emirates í næstu viku. FT: Villarreal 2-1 Arsenal Unai Emery's Villarreal will take a lead back to the Emirates. Trailing 0-2 and down to ten men on the hour mark, Arsenal may well be pretty happy with the hope they've given themselves.#VILARS #UEL #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 29, 2021