Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 26-24 | Loks vann Valur

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Valur ÍBV Olis deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ
Valur ÍBV Olis deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Elín Björg Guðmundsdóttir

Valur komst aftur á beinu brautina í Olís-deild karla eftir góðan sigur á Fram í Reykjavíkurslagnum í kvöld. 

Það var hart barist í fyrri hálfleik, bæði liðin augljóslega að reyna hefna fyrir tapið í síðustu umferð.

Varnarleikur beggja liða var sterkur og var jafnræði með liðunum fyrst um sinn.

Þegar um stundarfjórðungur var búinn af leiknum voru Valsmenn með ágætis tök á leiknum og voru búnir að koma sér 3 mörkum yfir, 7-4.

Sebastian, þjálfari Fram, tekur þá leikhlé og fer yfir málin með sínum mönnum og mættu þeir töluvert ákveðnari inn á völlinn.

Þeir ná að jafna leikinn aftur og gott betur en það, þeir komu sér einu marki yfir og fóru þannig inn í hálfleikinn. Staðan 14-15.

Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínúturnar af seinni hálfleik. 

Þá fara Valsarar að gefa í. Sebastian tekur þá aftur leikhlé líkt og í fyrri hálfleik til að skerpa á hlutunum.

Það dugði ekki til og héldu Valsarar 2-3 marka forystu út leikinn. Lokatölur, 26-24.

Afhverju vann Valur?

Valsmenn voru einfaldlega þyrstari í sigur. Leikurinn var jafn á tímabilum og það var hart barist en Valur náði alltaf að koma sér í forystu.

Hverjir stóðu upp úr?

Í liði Vals var það Agnar Smári Jónsson sem fór á kostum og skoraði 9 mörk. 

Martin Nagy kom inn í mark Vals og varði 11 skot og var með 52% markvörslu. 

Hjá Fram var það einn maður sem bar sóknarleikinn á herðum sér, það var hann Andri Már sem var með 11 mörk. 

Hvað gekk illa?

Ætli það sé ekki hægt að skrifa tap Fram á að það var einn maður sem var að skjóta mest megnir á markið. Varnarleikurinn var fínn en svo var markvarslan ekki nógu góð, samanborið við Valsmegin.

Hvað gerist næst?

Í næstu umferð frá Frammarar, Þór Ak. til sín í Safamýrina. Leikurinn fer fram 3. maí kl 19:30

Valur sækir Selfyssinga heim þann 4 maí kl 19:40 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 sport. 

Sebastian: Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í dag en við fengum það ekki

Sebastian, þjálfari FramVísir: Hulda

„Ég sé miklar framfarir á mörgum þáttum frá síðustu tveimur leikjum. Mér fannst við spila góða vörn í dag og vera skynsamir í sókn. Það var margt jákvætt, svona upp á framhaldið hjá okkur,“ sagði Sebastian, þjálfari Fram, eftir tapið á móti Val. 

Andri Már Rúnarsson bar sóknarleikinn á herðum sér í dag.

„Við ákváðum að stilla leiknum þannig upp að hann myndi gera árásir einn á einn. Það er ekki að aðrir geti ekki það ekki. Við völdum bara þessa leið í dag. 

,,Það eru allir leikir krefjandi í þessari deild. Við vorum að spila betur en í síðasta leik á sumum sviðum en ekki á öðrum sviðum. Ég er bjartsýnn upp á framhaldið. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í dag en við fengum það ekki,“ sagði Sebastian að lokum. 

Snorri Steinn: Mér er alveg rosalega slétt sama hvernig þetta leit út, við fengum tvö stig

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í handbolta, var sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 26-24 sigur á Fram í Reykjavíkurslag í Origo höllinni í kvöld.

„Mér er bara létt. Ég er ánægður og stoltur af strákunum. Það er ekkert leyndarmál við erum í veseni og ennþá að grafa okkur undan þeim skafli en þetta er klárlega risa skref í því,“ sagði Snorri í leikslok.

Valsmenn töpuðu á móti Þór í síðustu umferð og var augljós að þeir vildu hefna fyrir það tap.

„Við fórum yfir margt. Það var þungt, eðlilega. Ég sagði fyrir leik að við áttum það skilið, við vorum ólíkir sjálfum okkur þar. Við lögðum þennan leik þannig upp að ef við ætluðum okkur eitthvað þá kom lítið annað til greina tvö stig.“

„Ég er ekkert sannfærður að þetta sé frábær leikur hjá okkur. Þetta er gríðarlegur karakter og gríðarleg vinna og mér er alveg rosalega slétt sama hvernig þetta leit út, við fengum tvö stig og það er það sem þetta gekk útaf. En í framhaldinu þurfum við að reyna að spila góðan bolta,“ sagði Snorri að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira