Fótbolti

Áttu ekki skot á markið í klukku­tíma og met hjá Mbappe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn PSG svekktir í leikslok.
Leikmenn PSG svekktir í leikslok. Alexander Scheuber/Getty

Manchester City vann góðan 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

PSG komst yfir í leiknum með marki Marquinhos eftir hornspyrnu en hægt og rólega tóku gestirnir yfir leikinn.

Kevin De Bruyne jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks fyrir City og sigurmarkið skoraði svo Riyad Mahrez.

Yfirburðir City voru miklir í síðari hálfleiknum og það sést á tölfræðinni úr leiknum.

PSG átti nefnilega ekki skot á mark City frá 28. mínútu og út allan leikinn.

Þeir áttu eitt skot í síðari hálfleik en það hitti ekki markið.

Kylian Mbappe hefur einnig átt betri leik í búningi PSG en hann náði sér ekki á strik í kvöld.

Hann spilaði allan leikinn og átti ekki skot í átt að marki en þetta er í fyrsta skipti í Meistaradeildinni sem Mbappe spilar heilan leik án þess að skjóta í átt að markinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×