Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 16:29 Forstjóri félagsins segir niðurstöðuna vera mjög ánægjulegu miðað við aðstæður. Festi Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups. Markaðir Verslun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups.
Markaðir Verslun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira