Guardiola svaf ekki vegna áhyggja af Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 09:30 Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað saman fjórtán mörk í Meistaradeildinni og alls 51 mark saman í öllum keppnum. Getty/John Berry Knattspyrnustjóri Manchester City hefur miklar áhyggjur af framherjapari Paris Saint Germain fyrir Meistaradeildarleik liðanna í kvöld. Hann er viss um að Barcelona hefði unnið Meistaradeildina oftar með Neymar. Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti