Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 14:31 Fundurinn hefst klukkan 15. Lögreglan Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira