KA átti engin svör: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:30 Adam Haukur Baumruk bar boltann frá vinstri til hægri og bjó til pláss fyrir liðsfélaga sína. stöð 2 sport KA-menn virtust ekki eiga nein svör gegn Haukum á sunnudag þegar Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar karla í handbolta með 32-23 sigri. Einar Andri Einarsson rýndi í spilamennsku Hauka. „Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti. Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
„Það var gaman að sjá hraðaupphlaupin í byrjun leiks. Menn hafa greinilega eytt góðum tíma í þau í pásunni og Haukar völtuðu yfir KA-menn í byrjun þegar þeir unnu boltann,“ sagði Einar Andri í Seinni bylgjunni þar sem hann sýndi hvernig Haukar rúlluðu yfir KA í byrjun. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Andri skoðar Hauka og KA Þegar Haukar unnu boltann komu þeir ávallt fram völlinn með sams konar hætti. KA fékk tíma til að stilla upp í vörn en það dugði engan veginn. Adam Haukur Baumruk sótti með boltann frá vinstri að miðri vörninni, og fékk í sig Ólaf Gústafsson aðalvarnarmann KA. Út frá því höfðu Haukar svo ýmsar útgáfur til að búa til mörk. „KA-mennirnir bregðast ekkert við. Þeir hefðu hugsanlega getað hlaupið til baka í 3-2-1 vörn til þess að mæta þessu en gera það ekki. Þá segja Haukarnir bara: „Allt í lagi, þá höldum við þessu áfram“,“ sagði Einar Andri. „Þetta var allt á fyrstu fimm mínútum leiksins, allar útgáfur og KA-menn áttu engin svör. Þetta lagði grunninn að sigrinum. Haukar fengu fjögur einföld mörk, þurftu ekki að stilla upp í sókn, og þetta gefur mönnum fullt sjálfstraust til að klára leikinn á meðan að KA-menn eru bara slegnir,“ sagði Einar Andri. Haukar eru með fjögurra stiga forskot á FH á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Hafnarfjarðarliðin eiga eftir að mætast, 17. maí, í þriðju síðustu umferðinni. KA er í 8. sæti og myndi eins og staðan er núna mæta Haukum í úrslitakeppninni í sumar. KA er hins vegar aðeins stigi fyrir ofan Fram og tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í 3. sæti.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Haukar KA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira