Veitingamenn líta sumarið björtum augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. apríl 2021 22:00 Veitingamenn segjast bjartsýnir fyrir komandi tímum þrátt fyrir erfiðleika í vetur. Vísir Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira