Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 17:01 Framkvæmdir eru í fullum gangi og stefnt að því að opna snemma í sumar. Á veggnum eru múrsteinaflísar sem Jón Mýrdal flutti inn frá Englandi. Þær er gamlar og framleiddar í kringum árið 1910 og eru úr gömlum iðnaðarhúsnæði. Aðsend Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. „Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
„Framkvæmdir eru byrjaðar og við hlökkum til að opna,“ segir Jón í samtali við Vísi en að öllum líkindum fær staðurinn nafnið Skuggabaldur. „Þetta verður svona djazzbúlla og ég geri ráð fyrir að við verðum líklega með húsband en síðan munu fleiri eflaust troða upp.“ Nafnið Skuggabaldur sækir innblástur í gamla þjóðtrú og vísar til afkvæmis refs og kattar þar sem afkvæmið kemur úr móðurkviði refsins. Nafnið vísar þannig til jazz-tímabilsins í Bandaríkunum þegar „djasskettir“ (e. The Cats) voru æði vinsælir. Flísarnar sem fluttar voru inn frá Englandi.aðsend mynd Staðurinn verður í húsnæðinu við Austurvöll sem liggur við hliðina á Hótel Borg en þar hafa undanfarin ár og áratugi verið starfræktir veitinga- og skemmtistaðir undir hinum ýmsu nöfnum. Einna þekktast er húsnæðið fyrir að hafa hýst Kaffibrennsluna á árum áður. „Planið er ekki að vera með einhverja brjálaða djammstemningu fram á nótt þótt við höfum leyfi fram á nótt. Við ætlum að hafa flottan vín- og drykkjaseðil og mér finnst líklegt að staðurinn muni höfða kannski til þrjátíu ára og eldri. En svo verður bara að koma í ljós hverjir mæta helst,“ segir Jón. Aðspurður kveðst hann engar áhyggjur hafa af því að fara út í nýjan rekstur í núverandi árferði í skugga heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjartari tímar séu framundan og það sé alltaf pláss fyrir nýja bari og veitingastaði. Skuggabaldur er hægt og rólega að taka á sig mynd.Aðsend mynd
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tónlist Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira